Heilbrigðismál
Hver ber ábyrgð á heilsu okkar?
- Heilbrigðiskerfið ber ábyrgð á að gefa almenningi ráð um heilbrigða lífshætti, meðferðir og forvarnir. Einnig á að veita nauðsynlega læknisþjónustu auk þess að hafa eftirlit með heilsu verðandi mæðra og barna.
- Hver fullorðinn einstaklingur ber hins vegar ábyrgð á að fara eftir ráðum og tilmælum yfirvalda.
- Lífsstíll okkar hefur mikil áhrif á heilsu okkar og lífsgæði.
- Það er auðvelt að nálgast efni á netinu um heilsutengd málefni. Best er að leita á opinberum síðum og efni gert af fagfólki eins og www.heilsuvera.is og www.doktor.is
- Í samfélögum þar sem alvarlegir sjúkdómar og fátækt eru hluti af daglegu lífi getur góð heilsa þýtt fyrir marga að vera laus við sjúkdóma.
- Annars staðar þar sem lyf og lækningar eru aðgengilegar öllum trúa margir að góð heilsa sé að lifa góðu og fullnægjandi lífi á sem flestum sviðum.
- Á Íslandi ræða sjúklingur og læknir oft saman um mismunandi möguleika á meðferð og sjúklingur hefur rétt á að fá allar upplýsingar sem viðkoma hans/hennar veikindum.
- Fólk fær heldur ekki alltaf lyfseðil þegar það fer til læknis. Stundum eru aðrar leiðir prófaðar fyrst, t.d. breytingar á lífsstíl.
Velferðarríki og heilbrigðisþjónusta
- Í velferðarríki er markmið stjórnvalda að allir íbúar lifi eins góðu lífi og þeim er mögulegt, þar með talið að búa við góða heilsu.
- Ríkið ber ábyrgð á að veita íbúum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu án tillits til fjárhagslegrar stöðu.
- Skattar af launatekjum og atvinnustarfsemi eru m.a. notaðir til að reka heilbrigðiskerfið.
- Einstaklingar taka líka þátt í kostnaðinum og greiða fyrir viðtöl, skoðanir og rannsóknir. Hámark er þó á kostnaðarþátttöku einstaklings í hverjum mánuði.
Þagnarskylda
- Allir sem vinna við heilbrigðisþjónustu hafa lagalega þagnarskyldu hvað varðar upplýsingar um sjúklinga. Það þýðir að enginn má gefa upp upplýsingar um sjúklinga til annars aðila án leyfis sjúklingsins.
- Samtöl sjúklinga við lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra heilbrigðisstarfsmenn eru því trúnaðarmál.
- Túlkar hafa einnig þagnarskyldu varðandi þau mál sem þau sinna sem túlkar. (Sjálfsagt er að fá staðfestingu á þagnarskyldu hjá túlkum).
Lífslíkur
- Lífsgæði fólks á Íslandi eru almennt góð. Allir hafa jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu.
- Heilsugæslustöðvar eru um allt land. Þar er fjölbreytt þjónusta fyrir börn og fullorðna.
- Landspítalinn er hátæknisjúkrahús, en þar er tekist á við alvarleg slys og veikindi.
- Mæðra- og ungbarnavernd er öflug og gjaldfrjáls og ungbarnadauði hvergi lægri í Evrópu en hér á landi.
- Meðalævilengd karla er 81 ár og kvenna 84 ár.
Heilsugæslustöðvar
- Hver íbúi á rétt á að skrá sig á heilsugæslustöð í sínu hverfi eða einkarekna stöð og hafa sinn fasta heimilislækni.
- Það er hægt að koma á heilsugæslustöð með skilríki og skrá sig eða skrá sig rafrænt á www.sjukra.is inn á „Réttindagátt – mínar síður“.
- Það má skipta um heimilislækni.
- Komugjöld eru á heilsugæslustöðvum en upphæðir eru misjafnar skv. greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands.
- Heilsugæslan á alltaf að vera fyrsti viðkomustaður fólks vegna veikinda og verkja. Fólk fær tilvísun til sérfræðinga ef á þarf að halda hjá heimilislækni.
- Á heilsugæslustöð er fjölbreytt þjónusta:
- Læknisþjónusta; viðtöl, skoðun, símaviðtöl.
- Símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga.
- Opin móttaka fyrir bráð veikindi eða smáslys.
- Mæðravernd.
- Ung- og smábarnavernd.
- Bólusetningar.
- Frh. þjónusta heilsugæslustöðva:
- Lyfseðlar, vottorð og tilvísanir.
- Krabbameinsskoðanir kvenna og karla.
- Sálfræðiþjónusta.
- Heilsuvernd skólabarna.
- Heilsuvernd eldra fólks.
- Námskeið og fræðsla um t.d. brjóstagjöf, uppeldi og heilsueflandi lífsstíl.
- Sjá t.d. vef heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, www.heilsugaeslan.is
Heilsugæsla – tímabókanir og opin móttaka
- Það þarf að panta tíma hjá heimilislækni. Annaðhvort að hringja eða panta í gegnum www.heilsuvera.is
- Ef að fólk þarf túlk þarf það sjálft að segja frá því þegar það bókar tíma og hvaða tungumál þarf túlk fyrir. Starfsfólk á heilsugæslunni bókar þá túlkinn.
- Einnig er hægt að panta símaviðtal við lækni.
- Opin móttaka, síðdegisvakt, er á mörgum heilsugæslustöðvum.
- Það er hægt að panta tíma samdægurs eða mæta og taka númer – það er ólíkt eftir stöðvum.
Hvað kostar?
- Þjónusta við börn er ókeypis á heilsugæslustöðvum.
- Mæðravernd og ung- og smábarnavernd er einnig gjaldfrjáls.
- Ekkert komugjald er fyrir börn, öryrkja og eldri borgara en aðrir greiða gjald.
- Greiða þarf fyrir læknisvottorð.
- Sjúkratryggingar Íslands starfa eftir lögum um greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðisþjónustu. Hámark er á greiðslum einstaklinga í hverjum mánuði.
www.heilsuvera.is
- Vefurinn www.heilsuvera.is er sameiginlegur vefur fyrir heilsugæslustöðvar.
- Þar er hægt að fara inn á „mínar síður“ með rafrænum skilríkjum og m.a.:
- Endurnýja lyfseðla og biðja um lyf.
- Panta tíma hjá lækni.
- Biðja um læknisvottorð og rannsóknir.
- Panta Covid-19 sýnatöku.
- Sjá niðurstöður rannsókna.
- Á vefnum er líka mjög mikið af upplýsingum um þroska barna og gagnreyndar uppeldisaðferðir.
- Einnig upplýsingar og ráð um fjölbreytt efni tengd heilbrigðismálum fyrir allan aldur.
Réttur til túlkunar
- Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga á sjúklingur sem ekki talar íslensku rétt á túlkun á upplýsingum um heilsufar, fyrirhugaða meðferð og önnur hugsanleg úrræði.
- Óska þarf eftir þjónustu túlks þegar tími er bókaður hjá lækni, hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður.
Rannsóknir
- Rannsóknir eins og blóðprufur, röntgenmyndatökur, ómskoðanir og tölvusneiðmyndir eru gerðar á spítölum eða stofum sem sérhæfa sig í slíkum rannsóknum.
- Læknir sendir beiðni rafrænt um rannsókn og fólk fer sjálft á rannsóknastofuna.
- Niðurstöður eru sendar til læknisins sem bað um rannsóknina.
- Það þarf að greiða gjald fyrir rannsóknir.
Sérfræðilæknar
- Sérfræðilæknar starfa á spítölum en einnig starfa margir sjálfstætt á læknastofum.
- Það er hægt að fá tilvísun til sérfræðilæknis frá heimilislækni eða panta tíma sjálfur.
- Dæmi um sérfræðilækna eru: augnlæknar, háls-, nef og eyrnalæknar, húðsjúkdómalæknar, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknar, barnalæknar, geðlæknar, ofnæmislæknar og meltingasérfræðingar.