Landafræði
- Ísland er stór eyja í Atlantshafi (103.000 km²) og er hluti af Evrópu.
- Á Íslandi er mikil eldvirkni og víða jarðhiti. Hér eru einnig jöklar og hraun.
- Landið er ekki mjög gróið.
- Það er afar vogskorið með firði, víkur og voga.
- Hálendið telst til 75% af landinu en enginn býr þar.
- Bæir og þorp eru við strandlengjuna.
Jarðskjálftar og eldgos
- Jarðskorpan er á sífelldri hreyfingu. Það myndar spennu, skorpan brotnar og jörðin skelfur. Það er jarðskjálfti.
- Jarðskjálftar eru algengir á Íslandi. Flestir eiga upptök sín langt frá mannabyggðum.
- Hús eru sterkbyggð á Íslandi en hafa skemmst í stórum jarðskjálftum.
- Eldgos verða þegar bráðin bergkvika djúpt í jörðu og gas kemur upp á yfirborð jarðar. Glóandi hraun rennur yfir land og aska fellur til jarðar.
- Eldgos eru nokkuð tíð á Íslandi. Þekktustu eldgos síðari ára eru Heimaeyjagosið í Vestmannaeyjum 1973, gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 og gosin í Geldingardölum árin 2021 og 2022.
Ef þú ert innandyra þegar jarðskjálfti byrjar– ekki hlaupa af stað:
- Haltu kyrru fyrir, mörg slys verða þegar hlaupið er af stað og lausir hlutir detta.
- Farðu undir borð eða rúm, verðu höfuð og háls, haltu þér í sterkbyggð húsgögn.
- Krjúptu niður í horni við burðarvegg eða í hurðaropi við burðarvegg.
- Verðu höfuð þitt og andlit með kodda- ef þú vaknar upp við jarðskjálfta.
- Haltu þig frá gluggum – þeir geta brotnað.
Ef þú ert utandyra þegar þú finnur jarðskjálfta – ekki hlaupa inn:
- Vertu áfram úti – reyndu að finna skjól til að krjúpa, skýla, halda.
Ef þú ert að keyra þegar þú finnur jarðskjálfta:
- Stoppaðu og leggðu bílnum, hafðu bílbeltið spennt og haltu kyrru fyrir.
Jöklar, ár og fossar
- Vatnajökull er á Suðausturlandi Íslands. Það er stærsti jökull Evrópu.
- Það er hægt að fara í skipulagðar ferðir á jökla á Íslandi.
- Í stöðuvötnum og ám á landinu er oft hægt að veiða bleikju, urriða eða lax.
- Fossar eru um allt Ísland, bæði stórir og litlir. Þekktustu fossar landsins eru t.d. Gullfoss, Dettifoss og Seljalandsfoss.
- Á hverasvæðinu við Geysi gýs hverinn Strokkur reglulega.
- Vatnsmiklar ár hafa verið virkjaðar til raforkuframleiðslu.
Veðurfar
- Á Íslandi eru fjórar árstíðir: Vetur, vor, sumar og haust.
- Á sumrin er meðalhitinn um 10°C og á veturna á bilinu -10 til 0°C.
- Veðrið á Íslandi getur breyst mjög ört með snjókomu einn daginn og rigningu næsta dag.
- Óveður koma stundum á veturna, líka í þéttbýli. Veðurstofa Íslands notar viðvörunarkerfi í fjórum litum til að vara við óveðri: Græn, gul, appelsínugul og rauð viðvörun. www.vedur.is
- Appelsínugula og rauða viðvörun á að taka alvarlega og þá á helst að halda sig heima, ekki ferðast og börn mega ekki fara ein í og úr skóla.
Veðrið og daglegt líf
- Veðrið hefur mikil áhrif á daglegt líf á Íslandi og Íslendingar geta talað endalaust um veðrið.
- Á veturna getur verið mikill snjór og þá þarf að skafa af bílunum. Það þarf að moka snjóinn og bera salt eða sand á göngustíga og götur til að geta gengið og keyrt.
- Það er gott að nota mannbrodda undir skóna sína í hálku til að detta síður.
- Á veturna er mjög dimmt og dagsbirta af skornum skammti. Norðurljósin dansa á himninum á veturna.
- Á sumrin er mjög bjart, líka á nóttunni!
- Íslendingar hafa aðlagast veðurfarinu á Íslandi. Þeir fara út þótt það sé snjór og kalt í veðri.
- Ef notuð eru hlý útiföt er hressandi að fara í gönguferðir á veturna.
- Að fara á skíði og skauta er einnig vinsæl afþreying á veturna.
- Börn elska að fara á sleða og renna niður brekkur.
- Á sumrin vilja flestir Íslendingar vera mikið úti og nota tímann vel á meðan það er hlýtt og bjart til að sinna garðinum sínum, fara í ferðalög eða bara hjóla, ganga og sitja úti.