Fara í efni

Börn og heilbrigðisþjónusta​

  • Börn verða gjarnan veik fyrstu ár ævi sinnar á meðan ónæmiskerfi þeirra er að styrkjast. ​
  • Algeng veikindi meðal lítilla barna eru t.d. magapestir, hiti, kvef og eyrnabólga. Einnig veiru- og bakteríutengdir sjúkdómar eins og streptókokkasýkingar og hlaupabóla. ​
  • Læknar ávísa stundum sýklalyfjum fyrir börn – það er mikilvægt að láta þau klára allan skammtinn. ​
  • Sum börn þurfa að fá rör í eyrun vegna eyrnabólgu. ​
  • Í apótekum er hægt að kaupa hitalækkandi stíla eða mixtúru fyrir börn. ​

Börn – gott að vita

  • Þegar börn byrja á leikskóla hitta þau mörg önnur börn og fá stundum ýmsar pestir til að byrja með. ​
  • Gott ráð til að forðast smit er að þvo hendur á börnum og skipta um sokka á þeim þegar þau koma heim úr leikskólanum. ​
  • Lús og njálgur er algengur kvilli meðal bæði leikskóla- og grunnskólabarna. ​
  • Það er nauðsynlegt að fá lyf hjá lækni (eða í apóteki) við njálg. Einnig að þvo rúmföt og handklæði og sótthreinsa alla snertifleti. ​
  • Lúsameðal fæst í apótekum. Það skiptir miklu máli að kemba börnum reglulega með lúsakambi til að losna við nit og forðast lús. ​

Börn og heilbrigðisþjónusta - framhald

  • Heilsugæslan er fyrst viðkomustaður fyrir læknisþjónustu fyrir börn. ​
  • Þar er hægt að fá viðtal við hjúkrunarfræðing og tíma hjá lækni í kjölfarið. ​
  • Það er líka hægt að panta tíma beint hjá lækni.​
  • Einnig er hægt að koma á síðdegisvakt heilsugæslustöðva. ​
  • Hjúkrunarfræðingar á vegum heilsugæslunnar starfa í grunnskólum. Þeir fylgjast með vexti barna, sinna bólusetningum og fræða börn um heilsutengd málefni. ​

Barnalæknar

  • Barnalæknar starfa bæði á sjúkrahúsum og reka læknastofur. ​
  • Í Reykjavík er t.d. barnalæknastöð í Domus barnalæknar Urðahvarfi 8, 203 Kópavogi. ​
  • Þar er hægt að panta tíma með fyrirvara og panta tíma á síðdegisvakt eða um helgi. ​
  • Símai: 563-1010, https://barnalaeknardomus.is/
  • Heimilislæknar senda líka tilvísun fyrir börn til að fara til barnalækna.​
  • Barnaspítali Hringsins er á Landspítalanum. Þar eru legudeildir og bráðamóttaka barna. ​

Fötluð börn og börn með frávik í hegðun og þroska

  • Heilsugæslan er fyrsta skrefið þegar börn eiga í erfiðleikum. Þar er ákveðið í samráði við foreldra um hvort vísa eigi barninu áfram til sérfræðinga. ​
  • Það geta verið barnalæknar, barna- og unglingageðlæknar, sálfræðingar, eða aðrir sérfræðingar. ​
  • Þroska- og hegðunarstöð er starfrækt á vegum heilsugæslunnar (Þönglabakki 1, 109 R.) Þar er sinnt greiningu, ráðgjöf, meðferð og fræðslu vegna frávika í þroska og hegðun barna. Tilvísunar er þörf. www.heilsugaeslan.is/serthjonusta/throska-og-hegdunarstod
  • Barna- og unglingageðdeild (BUGL) er deild innan Landspítalans fyrir börn með geðrænan vanda. Tilvísun frá lækni er nauðsynleg. www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/barna-og-unglingageddeild-bugl
  • Þegar grunur leikur á þroskaskerðingu barna er leitað til heilsugæslunnar sem vísar barni áfram á Greiningar-og ráðgjafastöð ríkisins (GRR). www.greining.is
  • Hlutverk GRR er að tryggja að börn á einhverfurófi eða með alvarlegar þroskaskerðingar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem auka tækifæri og bæta lífsgæði þeirra. ​
  • Börn sem greinast með fatlanir og fjölskyldur þeirra eiga rétt á aðstoð hjá sveitarfélaginu sem þau búa í, skv. lögum um málefni fatlaðs fólks. ​
  • Sveitarfélög sjá um þjónustu fyrir fatlaða og fjölskyldur þeirra.
  • Foreldrar geta átt rétt á umönnunargreiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins (www.tr.is) vegna aukinnar umönnunar og útgjalda í tengslum við fötlun barns. ​
  • Sjúkratryggingar Íslands (www.sjukra.is) greiða fyrir hjálpartæki, þjálfun og ferðakostnað. ​
  • Í íslensku samfélagi eiga fatlaðir einstaklingar rétt á öryggi, stuðningi, þjónustu og þátttöku í samfélaginu á sínum forsendum.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

  • Ísland fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2016. ​

www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/acrobat-skjol/10062009SamningurUmRettindiFatladsFolks.pdf

  • Samningurinn fjallar um mannréttindi og þar segir að fatlað fólk eigi að njóta sömu réttinda og tækifæra og allir aðrir og fá til þess þann stuðning sem það þarf.​
  • Meðal grundvallaratriða í samningnum eru:​
    • Virðing fyrir mannlegri reisn, fjölbreytileika, sjálfræði og sjálfstæði allra einstaklinga.​
    • Bann við mismunun á grundvelli fötlunar.​
    • Jöfn tækifæri og stuðningur, til dæmis til menntunar, atvinnu, fjölskyldulífs og sjálfstæðrar búsetu. ​
    • Aðgengi fyrir alla.​
    • Jafnrétti á milli karla og kvenna.​
    • Samráð við fatlað fólk. ​
    • Fræðsla og kynning á samningnum.​
    • Breytingar á samfélögum til að allir getið notið jafnra tækifæra.​

Greiðsluþátttökukerfi - kostnaður

  • Sjúkratryggingar Íslands greiða hluta af læknisþjónustu og lyfseðilsskyldum lyfjum allra sem eru sjúkratryggðir. www.sjukra.is
  • Greiðsluþátttökukerfi SÍ felur í sér að einstaklingar greiða hámarksupphæð á mánuði fyrir heilbrigðisþjónustu. ​
  • Hámarkið er lægra fyrir öryrkja, aldraða og börn. ​
  • Þjónusta sem er veitt á heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum, sjálfstætt starfandi læknum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum, talmeinafræðingum og sálfræðingum (með samning við SÍ og sinna börnum undir 18 ára) fellur undir greiðsluþátttökukerfið. ​
  • Fólk sem býr á landsbyggðinni getur sótt um styrk vegna ferðakostnaðar eða gistiþjónustu í tengslum við læknismeðferðir. Sækja þarf um styrkinn fyrir fram. ​
  • Flóttafólk nýtur sömu réttinda og aðrir hjá SÍ og hefur sama rétt til heilbrigðisþjónustu. Þeir sem eru nýkomnir með alþjóðlega vernd fá undanþágu frá almennu reglunni um sex mánaða biðtíma eftir sjúkratryggingu. ​
  • Útlendingastofnun sendir upplýsingar til Sjúkratrygginga um sjúkraskráningu flóttafólks. ​

Réttindagátt SÍ www.sjukra.is

  • Á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands, www.sjukra.is er réttindagátt SÍ. ​
  • Þar er hægt að skrá sig inn á „Mínar síður“ með rafrænum skilríkjum. ​
  • Á svæðinu „Mínar síður“ getur fólk fundið upplýsingar um réttindi sín hjá SÍ, kvittanir fyrir læknisþjónustu frá læknum og stöðu sína hvað varðar lyfja- og lækniskostnað. ​
  • Það er mikilvægt að skrá réttar bankaupplýsingar inn á „Mínar síður“ svo SÍ geti endurgreitt kostnað þegar á þarf að halda. ​

Apótek/Lyfjaverslun

  • Í apótekum eru seld lyf, heilsutengdar vörur, snyrtivörur og margt fleira. ​
  • Lyfjafræðingur starfar í öllum apótekum. Hægt er að fá ráð og upplýsingar um lyf og heilsutengdar vörur hjá lyfjafræðingi. ​
  • Flest lyf eru lyfseðilsskyld en t.d eru væg verkja- og ofnæmislyf og lyf við magabólgum og bakflæði seld í lausasölu. ​
  • Lyfseðlar eru sendir inn rafrænt af læknum.​
  • Fólk þarf að gefa upp kennitölu sína í apótekinu til að fá lyf. ​
  • Fólk þarf líka að sýna lögleg skilríki þegar það borgar og fær lyfin. ​
  • Það er óheimilt að sækja lyf fyrir annan (sem er 18 ára og eldri) nema hafa umboð til þess frá þeim sem lyfin eru stíluð á. ​
  • Hægt er að veita rafrænt umboð inn á www.heilsuvera.is

 Greiðsluþátttaka vegna lyfjakaupa

  • Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga í lyfjakaupum eykst hlutfallslega eftir því sem kostnaður einstaklings vex á hverju 12 mánaða tímabili. ​
  • Fólk greiðir því mest í fyrsta skipti sem það kaupir lyf en í næsta skipti borgar það minna (innan tólf mánaða tímabilsins). ​
  • Við fyrstu lyfjakaup einstaklings hefst tólf mánaða greiðslutímabil, t.d. ef fyrstu kaup eru 15.08. 2020 þá lýkur tímabilinu 15.08.2021. Nýtt tímabil hefst aftur þegar einstaklingur kaupir lyf í fyrsta sinn aftur. ​
Má bæta efnið á síðunni?