Fara í efni

Félagslíf barna​

  • Afmæli skipta flest börn miklu máli. ​
  • Í flestum bekkjum eru reglur um afmæli og best að afla sér upplýsinga um það í t.d. foreldrahópi bekkjarins. ​
  • Börn á Íslandi byrja snemma að fara í heimsóknir til vina og bekkjarfélaga og fá vini í heimsókn til sín. Í sumum skólum eru skipulagðir vinahópar innan bekkja. ​
  • Það er sjálfsagt að fylgja börnum sínum í fyrstu í slíkar heimsóknir og fá símanúmer foreldra vinanna. ​

Félagslíf unglinga

  • Félagslíf með jafnöldrum skiptir unglinga miklu máli.​
  • Frístundamiðstöðvar starfa í hverfum og bæjarfélögum og eru staðir fyrir unglinga að hittast. Starfsmenn eru á staðnum þegar húsin eru opin. ​
  • Í grunnskólum taka unglingar oft þátt í ýmsu starfi tengdu áhugamálum sínum auk þess sem skemmtanir eru haldnar yfir skólaárið. ​
  • Skólabúðirnar í Reykjaskóla í Hrútafirði (https://www.umfi.is/verkefni/skolabudir-a-reykjum/ ) eru fyrir börn í 7. bekk grunnskóla. Börn dvelja þar í vikutíma við nám, leik og störf. ​

Framhaldsskólar

  • Börn sem ljúka grunnskóla (10. bekk) eiga rétt á að fara í framhaldsskóla. ​
  • Framhalds – og menntaskólar bjóða upp á 3-4 ára nám. ​
  • Í framhalds- og menntaskóla er hægt að ljúka stúdentsprófi. Það er undanfari fyrir nám í háskóla. ​
  • Í framhaldsskólum er einnig hægt að ljúka starfstengdu námi eða iðngrein. ​
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið gefur út aðalnámskrá framhaldsskóla á grundvelli laga um það skólastig. www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/namskrar/
  • Ríkið greiðir kostnað við rekstur ríkisrekinna framhaldsskóla.​
  • Greiða þarf skólagjöld í einkareknum framhaldsskólum. ​
  • Nemendur verða sjálfir að kaupa bækur og greiða staðfestingargjald. ​
  • Nokkrir skólar hafa sérstakar brautir/áfanga fyrir ungt fólk af erlendum uppruna: ​
  • Tækniskólinn (www.tskoli.is) ​
  • FÁ (Fjölbraut í Ármúla) (www.fa.is) ​
  • FB (Fjölbraut í Breiðholti) (www.fb.is) ​
  • MK (Menntaskólinn í Kópavogi) (www.mk.is) ​
  • Flestir sem ljúka grunnskóla kjósa að fara í framhaldsskóla og læra meira. ​
  • Flest störf í nútímaþjóðfélagi krefjast menntunar á framhalds- eða háskólastigi. ​
  • Hátt menntunarstig þjóða bætir lífsgæði einstaklinga, eykur hagvöxt og skapar ný störf. Stjórnvöld hvetja ungt fólk til að sækja sér menntun, bæði stráka og stelpur. ​
  • Brottfall úr framhaldsskóla meðal fólks af erlendum uppruna er töluvert á Íslandi. Það er mikilvægt fyrir ungt fólk að ljúka framhaldsnámi og nýta allan mögulegan stuðning við nám. ​

Aðstoð og félagslíf

  • Það er sjálfsagt að leita eftir og nýta þá aðstoð sem er í boði. ​
  • Námsráðgjafar eru starfandi í hverjum framhaldsskóla. Þeir geta aðstoðað fólk við að finna nám sem hentar og eru stuðningur fyrir nemendur ef um erfiðleika er að ræða í náminu. ​
  • Sumir skólar eða félagasamtök bjóða upp á heimanámsaðstoð með sjálfboðaliðum.​
  • Vinakerfi er stundum innan skólanna, þar sem eldri nemendur aðstoða nýja nemendur.​
  • Félagsstarf framhaldsskóla er líflegt. Ýmis konar félög eru starfandi, kórar, leikhópar og haldnar skemmtanir. Áfengisbann er á öllum viðburðum á vegum nemendafélaga framhaldsskóla. ​

 Menntun á háskólastigi

  • Fólk sem hefur lokið stúdentsprófi úr framhaldsskóla eða menntaskóla getur farið í nám í háskóla. ​
  • Opinberir háskólar á Íslandi eru Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum - Hólaskóli og Landbúnaðarháskóli Íslands.​
  • Einkareknir háskólar eru Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst og Listaháskóli Íslands.​
  • Allir háskólarnir fá ríkisframlag í takt við nemendafjölda og samsetningu námsframboðs en einungis einkareknir háskólar mega taka skólagjöld af nemendum sínum. ​
  • Í nokkrum námsgreinum í háskólanámi er inntökupróf eða einungis ákveðinn fjöldi nemenda kemst áfram á annað ár. ​
  • Í flestum greinum eru þó ekki fjöldatakmarkanir og þarf lágmarkseinkunnina 5 til að halda áfram námi. ​
  • Margir ljúka háskólanámi á Íslandi. Konur eru þar í meirihluta. ​
  • Í öllum háskólum er skráningargjald en skólagjöld einnig í einkareknum háskólum. Nemendur greiða sjálfir fyrir öll námsgögn. ​

Fjármögnun háskólanáms

  • Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir námsmönnum námslán á meðan á námi stendur. Lánið er háð tekjum og námsframvindu. www.lin.is
  • Námslán gerir fólki kleift að stunda háskólanám óháð fjárhagslegri stöðu eða bakgrunni. ​
  • Margir stúdentar vinna einnig hlutastarf með náminu. ​
  • Stúdentagarðar eru með íbúðir til leigu fyrir nemendur. Þar er ódýr leiga. Það er biðlisti til að komast í slíka íbúð. www.studentagardar.is​
Má bæta efnið á síðunni?