Rafræna Ísland
- Á Íslandi er mikið um rafræna þjónustu og rafrænar lausnir í samskiptum. www.skilriki.is
- Allar stofnanir og fyrirtæki hafa heimasíðu með helstu upplýsingum.
- Hægt er að senda tölvupósta og/eða senda fyrirspurnir í beinu spjalli á netinu.
- Einnig er algengt að fylla út eyðublöð í gegnum netið og senda skjöl sem skönnuð skjöl í tölvupósti. Einnig eru notaðar „rafrænar undirskriftir“.
- Stofnanir setja einnig persónulegar upplýsingar og svör til einstaklinga inn á örugg svæði á vefsíðum sínum. Svæðin heita „Mínar síður“.
- Á Íslandi eru í gildi ströng lög um verndun og miðlun persónuupplýsinga sem allir þurfa að hlíta, jafnt opinberar stofnanir sem fyrirtæki.
- Bankaþjónusta er mjög rafræn á Íslandi
- Allir hafa heimabanka í gegnum sinn banka og sjá allar færslur á reikningum, geta millifært peninga, borgað reikninga og séð launaseðla sína.
- Það er hægt að greiða með debit- og kreditkortum sínum í gegnum snjallsíma.
- Það er hægt að nota rafrænt bankakerfi í gegnum heimasíður bankanna eða í gegnum bankaöpp.
- Þjónusta heilsugæslu er líka rafræn (til viðbótar við hefðbundna þjónustu)
- Á www.heilsuvera.is er hægt að senda beiðni til sinnar heilsugæslustöðvar um endurnýjun lyfseðils, panta tíma/símatíma hjá lækni og biðja um blóðprufu eða læknisvottorð.
- Alltaf er hægt að bóka tíma á heilsugæslunni og hitta lækni eða hjúkrunarfræðing (sjá kafla 4 um heilbrigðismál).
Rafræn skilríki
- Rafræn skilríki eru notuð í gegnum farsíma.
- Það er hægt að sækja um rafræn skilríki hjá sínum banka eða hjá Auðkenni (Holtagarðar, 2.hæð, 104 Reykjavík). www.audkenni.is; www.skilriki.is
- Þá þarf að mæta í bankann eða hjá Auðkenni.
- Það þarf að hafa meðferðis gilt vegabréf, eiga íslenskt símanúmer og vera með íslenska kennitölu.
- Það er mikilvægt að verða tölvufær/geta notað netið í snjallsíma sem allra fyrst á Íslandi. Það auðveldar og einfaldar lífið.
- Það er líka mikilvægt að eiga sitt eigið netfang!
Samgöngur – strætó
- Á Íslandi eru ekki lestir og ekki heldur neðanjarðarlestakerfi.
- Fólk ferðast með bílum, strætisvögnum, hjólandi eða gangandi.
- Það er líka hægt að fljúga á milli nokkurra staða innanlands.
- Strætókerfið er aðgengilegt á www.bus.is
- Þar er hægt að sjá leiðakerfið, finna út hvaða strætó á að taka og kaupa stakar ferðir eða mismunandi tegundir af kortum.
- Það er líka hægt að borga með peningum en bílstjórinn gefur ekki til baka.
Samgöngur - bílar
- Bílaeign er almenn meðal almennings á Íslandi. Bíla er hægt að kaupa hjá bílaumboðum, hjá bílasölum og í gegnum ýmsa vefmiðla.
- Allir bílar sem eru notaðir verða að vera tryggðir hjá tryggingafélagi.
- Það er skylda skv. lögum að nota bílbelti á Íslandi.
- Börn verða skv. lögum að vera í bílstólum sem hæfa þyngd og aldri.
- Á veturna er oft slæm færð og hálka á götum úti. Bílar verða þá að vera á vetrardekkjum (eða heilsársdekkjum). Á sumardekkjum spóla þeir og komast ekki áfram.
- Nagladekk eru líka til, en það má ekki keyra á þeim á sumrin, bara á veturna. Þau eru aðallega notuð þegar það er keyrt úti á landi í miklum snjó.
Ökunám og ökuskírteini
- Samkvæmt umferðarlögum má enginn stjórna bifreið eða bifhjóli nema hafa til þess gilt ökuskírteini.
- Sýslumenn annast útgáfu ökuskírteina. Sjá reglur:
www.syslumenn.is/thjonusta/skirteini-vegabref-vottord/okuskirteini
- Til að fá útgefið íslenskt ökuskírteini, sem er byggt á erlendum ökuréttindum, þarf að sýna fram á gild ökuréttindi í heimaríki og sýna búsetuvottorð frá Þjóðskrá Íslands. (www.skra.is)
- Bílprófsaldur er 17 ár á Íslandi. Það má byrja að læra að keyra bíl 16 ára. Ökunám er bæði verklegt með ökukennara og bóklegt í ökuskóla. Heimilt er að nota túlk í skriflegu ökuprófi. www.samgongustofa.is
Íslenskukennsla
- Símenntunarstöðvar, tungumálaskólar og hjálparsamtök bjóða upp á íslenskunámskeið.
- Hægt er að velja um morgun- eða kvöldnámskeið.
- Námskeið í skólum kosta en oft er hægt að fá endurgreitt frá sínu stéttarfélagi (skv. reglum hvers stéttarfélags) eða fá styrk frá Vinnumálastofnun eða félagsþjónustu síns sveitarfélags ef fólk á rétt á því.
- Samband íslenskra kristniboða býður upp á ókeypis íslenskunámskeið í Reykjavík, www.sik.is og fleiri trúfélög og hjálparsamtök gera það.
Að læra íslensku
- Það er mikilvægt að læra íslensku – eins vel og hver og einn getur.
- Íslensku er hægt að læra og þjálfa á ýmsan hátt, taka skorpur og hlé á milli. Fyrir flesta er nauðsynlegt að læra íslensku á námskeiðum en það hjálpar að:
- Nota ókeypis efni á netinu og nota tungumálaöpp í símanum.
- Kíkja á öpp fyrir matvöruverslanir til að skoða vörur, verð og tilboð.
- Nota rafrænt efni fyrir börn, lesa barnabækur og hlusta á sögur og horfa á barnaefni.
- Hlusta á tónlist á íslensku.
- Lesa létt efni á samfélagsmiðlum og fréttamiðlum og hlusta á það.
- Skoða skilti og merkingar í búðum, utan á byggingum og á skiltum.
- Horfa á efni með íslenskum texta og horfa á efni á íslensku.
- Merkja hluti á heimilinu með íslenska heitinu – þá sérðu orðin daglega.
- Horfa, hlusta, skrifa, lesa og rifja upp og bæta við smávegis á hverjum degi.
- Nota íslensku (líka þótt þú kunnir ensku) hvenær sem tækifæri gefst, t.d. í búðum og vera ófeimin að spyrja spurninga og biðja um aðstoð.
Sjálfstraust og virkni
- Það er mikilvægt að byggja upp sjálfstraust og láta sína rödd heyrast í samfélaginu með því að taka fyrsta skrefið og
- byrja að nota tungumálið t.d. bara að kaupa kaffibolla á bensínstöð eða ís í ísbúð og bjóða góðan daginn.
- tala við fólk að fyrra bragði og kynnast fólki
- reyna að eignast vin eða vinkonu sem talar við þig íslensku
- fara á nýja staði
- prófa nýja hluti
- Það er hægt að taka aukinn þátt í samfélaginu með því t.d. að:
- taka þátt í hjálparstarfi, félagastarfi, frístundum, íþróttum eða trúfélagi
- nýta sér þjónustu Rauða krossins fyrir innflytjendur
- taka þátt í foreldrasamstarfi barna þinna og umræðum í foreldrahópum eða fjölbreyttum öðrum hópum á samfélagsmiðlum
- spyrja spurninga og leita aðstoðar, t.d. kennara, nágranna eða foreldra skólafélaga barna þinna