Fara í efni

Menntun og hæfni

Skólakerfið á Íslandi - yfirlit

  • Leikskóli frá 1 eða 2 ára til 6 ára.​
  • Grunnskóli frá 6-16 ára. Skólaskylda. ​
  • Framhaldsskóli frá 16-19 ára (og eldri). Unglingar á aldrinum 16-18 ára eiga rétt á að sækja framhaldsskóla. ​
  • Í framhaldsskóla lærir fólk til stúdentsprófs eða iðnnám. ​
  • Háskóli eða sérskólar.​
  • Framhaldsfræðsla fyrir fullorðna.​

Leikskóli

  • Leikskóli er fyrsta skólastigið. Flest börn á Íslandi fara í leikskóla á bilinu 1-2 ára en það er ekki skylda. ​
  • Leikskólar eru annaðhvort einkareknir eða reknir af sveitarfélögum. ​
  • Það þarf að sækja um pláss á leikskóla og stundum er biðlisti. ​
  • Börn sem hafa íslensku sem annað mál njóta forgangs. ​
  • Flest börn fara í leikskóla sem er í þeirra hverfi. ​
  • Leikskóli er ekki ókeypis. Foreldrar greiða hluta af kostnaðinum á móti sveitarfélögum. Það er afsláttur ef foreldrar eru með fleira en eitt barn á sama leikskóla. ​
  • Börn fá heitan mat í hádeginu. Þau fá líka ávexti, brauð og álegg yfir daginn. ​
  • Börn á aldrinum 1-3 ára leggja sig á daginn og fá dýnur, kodda og teppi. ​
  • Börnin fara út að leika sér á hverjum degi. Líka þótt það sé rigning eða snjór. Þau þurfa að eiga regngalla, stígvél, kuldagalla, kuldaskó, húfu og vettlinga. ​
  • Barnanna er gætt vel bæði úti og inni. ​
  • Útivera hressir og kætir og ef að börn eru vel klædd verður þeim ekki kalt. ​

Hvað gera börn á leikskólum?

  • Á leikskólum er dagsskipulag og fastir punktar í starfinu. ​
  • Meðal þess sem er gert á öllum leikskólum er að:​
    • Unnið er með málörvun barnanna og grunnur lagður að læsi þeirra og öllu námi. ​
    • Það er sungið með börnunum og þau læra mörg lög.​
    • Það er lesið fyrir börnin og þau skoða bækur.​
    • Börnin föndra og mála mikið og vinna fjölbreytt verkefni í sköpun.​
    • Börnin leika sér, bæði inni og úti (á sérstöku útisvæði með öruggum leiktækjum).​
    • Börnin fara stundum í vettvangsferðir með kennurum sínum. Þá eru þau alltaf í áberandi öryggisvestum. ​
  • Foreldrar eru boðaðir í foreldrasamtöl með leikskólakennara. Þá er farið yfir þroska barnsins og hvernig því gengur á leikskólanum. ​
  • Þroskapróf og próf í hljóðkerfisvitund eru lögð fyrir börn í leikskólum.​
  • Börn með fötlun fá þjálfun og stuðning frá þroskaþjálfa eða sérkennara. ​
  • Starf á leikskólum byggir á aðalnámskrá leikskóla á grundvelli laga um það skólastig. Hver leikskóli gefur einnig út starfsáætlun. www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/namskrar/
  • Faglegt og fjölbreytt starf með börnum er unnið á leikskólum.​
  • Börn af erlendum uppruna fá grunn og þjálfun í íslensku sem er nauðsynlegt fyrir gott upphaf á skólagöngu þeirra​
  • Börn þjálfa margt á leikskóla:​
    • Markvisst er unnið með málörvun og málþroska þeirra.​
    • Þau þjálfa samvinnu og tillitssemi gagnvart hvert öðru.​
    • Þau verða sjálfstæðari.​
    • Þau eru betur undirbúin að hefja skólagöngu sína. ​

Grunnskóli – almennar upplýsingar

  • Það er 10 ára skólaskylda á Íslandi. ​
  • Börn byrja í skóla árið sem þau verða 6 ára. Þau byrja í fyrsta bekk. ​
  • Börn ljúka skólaskyldu árið sem þau verða 16 ára. Þá eru þau í 10. bekk. ​
  • Skólinn frá 1. – 10. bekkjar heitir grunnskóli. ​
  • Öll börn eiga rétt á að ganga í skóla og foreldrum ber skylda til, lögum samkvæmt, að láta börn sín mæta í skólann. ​
  • Foreldrar þurfa að sækja um frí fyrir börn sín og láta vita um veikindi. ​
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið gefur út aðalnámskrá grunnskóla á grundvelli laga um það skólastig. www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/namskrar/

Grunnskóli

  • Öll börn eiga rétt á einstaklingsmiðaðri kennslu og sérkennslu ef þau þurfa á því að halda.​
  • Börn taka þátt í öllum námsgreinum, til dæmis taka bæði stelpur og strákar þátt í smíði, heimilisfræði, sundi og íþróttum. ​
  • Íþróttir eru kenndar öll grunnskólaárin. Börn taka sundpróf í 9. bekk. ​
  • Foreldrar mega ekki halda börnum heima þótt þeim (foreldrunum) mislíki einhverjar námsgreinar. ​
  • Öll börn færast sjálfkrafa upp um bekk á haustin eftir sumarfrí. Í því samhengi skiptir námsárangur í skólanum ekki máli. ​

Námsgreinar

  • Í lýðræðislegu þjóðfélagi þurfa íbúar landsins að hafa bæði almenna þekkingu og geta hugsað sjálfstætt. ​
  • Skólar bera ábyrgð á að veita börnum almenna menntun og þjálfa sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýna hugsun. ​
  • Metið er eftir einstaklingum hvort þörf er á sértímum í íslensku sem öðru tungumáli eða stuðningi við almenna námið og gerðar eru aðlagaðar námsáætlanir í bóklegum greinum ef þess er þörf. ​
  • Einnig er hægt að sækja um að fá aðstoð við heimanám í skólum. ​
  • Námsþættir í skólum eru margir, til dæmis:​
    • Íslenska, lestur, skrift, erlend tungumál, stærðfræði, náttúrufræði, samfélagsfræði, kynfræðsla, lífsleikni, tölvufræði, íþróttir, handmennt, myndmennt, smíði, matreiðsla, tónmennt og sund. ​

Námsmat

  • Mat á námsárangri er sett inn í Mentor kerfið www.infomentor.is - Matskvarði:​
    • Framúrskarandi​
    • Hæfni náð​
    • Á góðri leið​
    • Þarfnast þjálfunar​
    • Hæfni ekki náð​
  • Foreldrar eru hvattir til að fá góðar útskýringar á forsendum mats fyrir mismunandi námsgreinar hjá kennurum. ​
  • Framfarir eru metnar út frá hverjum einstaklingi fyrir sig og gott að hafa það í huga á samráðsfundum foreldra og kennara. ​
  • Stundum þurfa unglingar að taka undirbúningsáfanga í einhverjum námsgreinum þegar þeir hefja framhaldsskólanám, líka þótt þeir hafi lokið grunnskóla á Íslandi.

Myndband

Má bæta efnið á síðunni?