Fara í efni

Læknavaktin

  • Læknavaktin er rekin fyrir höfuðborgarsvæðið. Hún er opin frá 17:00 til 23:30 virka daga og frá kl. 9:00 til 22:00 um helgar. ​
  • Á Læknavaktinni er þjónusta heilsugæslulækna. ​
  • Það þarf ekki að panta tíma, bara mæta og taka númer. Greiða þarf komugjald. ​
  • Símaráðgjöf við hjúkrunarfræðing er fyrir allt landið og er opin allan sólarhringinn í síma 1770. ​
  • Vitjanir lækna í heimahús á kvöldin og um helgar eru í gegnum Læknavaktina. ​
  • Læknavaktin er á Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. www.laeknavaktin.is
  • Á landsbyggðinni er oft síðdegisvakt á heilsugæslustöð og bráðaþjónusta á sjúkrahúsi staðarins. ​

Bráðamóttaka

  • Bráðamóttaka fyrir slys og bráð veikindi er á Landspítalanum í Fossvogi, 108 Reykjavík. Opið er allan sólarhringinn. www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/bradamottakan-i-fossvogi
  • Síminn er 543 1000. Einnig er netspjall. ​
  • Þangað á fólk að fara sem slasast, verður fyrir ofbeldi eða veikist alvarlega. ​
  • Þangað á líka að fara með börn ef þau slasast illa. ​
  • Dæmi eru t.d. höfuðhögg, brot, brunasár, skurðsár og verkir fyrir brjósti. ​
  • Á landsbyggðinni er bráðamóttaka yfirleitt á sjúkrahúsi staðarins. ​

Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis

  • Neyðarmóttakan er staðsett á bráðamóttöku Landspítala, Fossvogi. Hún er bæði fyrir konur og karla. www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/neydarmottaka-fyrir-tholendur-kynferdisofbeldis
  • Á neyðarmóttökunni geta þau sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi (nauðgun, tilraun til nauðgunar, annað kynferðisofbeldi) leitað sér aðstoðar. ​
  • Þau geta fengið ráðgjöf, stuðning, læknisskoðun og meðferð. ​
  • Þjónustan er brotaþola að kostnaðarlausu. ​
  • Nafnleynd og fyllsti trúnaður gætir um hvert mál. ​
  • Í boði er lögfræðileg aðstoð og aðstoð við að leggja fram kæru en þjónustan er ekki háð ákvörðun um kæru. ​

Innlögn á sjúkrahús

  • Á sjúkrahúsi eru allar læknismeðferðir, lyf, dvöl og matur borgað af ríkinu. ​
  • Það eru eingöngu læknar sem ákveða hvort einhver leggst inn á sjúkrahús. ​
  • Landspítalinn í Reykjavík er stærsti spítalinn á landinu en einnig eru sjúkrahús í stærri bæjum á landsbyggðinni. ​
  • Minni aðgerðir eru gerðar bæði á spítölum og einkaskurðstofum. Það þarf að greiða hærra verð fyrir aðgerðir á einkastofu en biðlistinn er styttri. ​

Göngudeildarþjónusta

  • Sjúklingar á göngudeild fá meðferð á sjúkrahúsi (eða annarri heilbrigðisstofnun) en gista þar ekki.​
  • Fólk fer aftur heim eftir meðferð eða viðtal. ​
  • Greiða þarf gjald fyrir þjónustu á göngudeild. ​

 Sjúkrabíll - 112

  • Símanúmerið 112 er neyðarnúmerið fyrir sjúkrabíl, slökkviliðið og lögreglu um allt land. ​
  • Þegar hringt er í 112 er mikilvægt að geta sagt með skýrum hætti:​
    • Nafnið sitt – hvað þú heitir​
    • Staðsetningu – hvar þú ert​
    • Ástæðuna fyrir símtalinu – hvað kom fyrir​
  • www.112.is er einnig upplýsingasíða og netspjall er í boði. Þar er hægt að fá upplýsingar og ráðgjöf, m.a. um ofbeldi í nánum samböndum. ​
  • Einstaklingur sem er fluttur með sjúkrabíl greiðir fast gjald fyrir flutninginn, óháð vegalengd. Reikningur er sendur eftir á til einstaklingsins. ​
Má bæta efnið á síðunni?