Fara í efni

Tannlæknar​

  • Tannlæknaþjónusta er gjaldfrjáls fyrir börn – en ekki fyrir fullorðna. ​
  • Afsláttur er fyrir eldri borgara og fólk með örorkumat eða endurhæfingarlífeyri. ​
  • Það er gott að fara í eftirlit og tannhreinsun hjá tannlækni einu sinni á ári. Reglulegt eftirlit kemur í veg fyrir tannskemmdir. ​
  • Það er mikilvægt að bursta tennur í börnum á hverjum degi – alveg frá því að þau byrja að fá tennur. ​
  • Á Íslandi er vatnið úr krönunum hreint og ferskt – drekkum það og sleppum ávaxtasafa og djúsi en ávaxtasykurinn skemmir tennur. ​
  • Tannlækningar barna eru greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald. (Foreldrar gætu þurft að taka þátt í kostnaði ef um stórar tannaðgerðir er að ræða). ​
  • Forsenda fyrir greiðsluþátttöku SÍ er skráning heimilistannlæknis (í Réttindagátt SÍ – mínar síður (www.sjukra.is) eða hjá tannlækni).​
  • Hlutverk heimilistannlæknis er m.a. að boða börn í reglulegt eftirlit, sjá um forvarnir og nauðsynlegar tannlækningar. ​
  • Réttur til ókeypis þjónustu fellur niður á 18 ára afmælisdegi einstaklings.
  • Sjúkratryggingar Íslands greiða hluta kostnaðar vegna tannréttinga barna. ​
  • Skylt er að þjónustan sé veitt af sérfræðingi í tannréttingum. ​
  • SÍ greiðir 95% af kostnaði ef einstaklingur er með klofinn góm eða sambærilegan vanda. ​
  • Nauðsynlegt er að kynna sér vel þau skilyrði og reglur sem tengjast þessu ef þörf krefur. ​

Mæðravernd og barnsfæðing

  • Ófrískum konum stendur til boða að fara í mæðraskoðun. ​
  • Ef kona mætir ekki í bókaða mæðravernd (án skýringa) er því fylgt eftir af heilsugæslunni og tilkynnt til barnaverndar ef þurfa þykir. ​
  • Mæðraskoðanir eru gjaldfrjálsar og fara fram á heilsugæslu eða á spítala. ​
  • Markmiðið með mæðravernd er að stuðla að heilbrigði móður og barns, með stuðningi og ráðgjöf, greina áhættuþætti og bregðast við þeim og veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu. ​
  • Mæðravernd er á höndum ljósmæðra og samráð haft við heimilis- og fæðingarlækna heilsugæslustöðva ef þörf krefur. ​

www.heilsugaeslan.is/thjonusta-stodvanna/maedravernd/

  • Þegar þungun er staðfest er gott að hafa samband við ljósmóður á heilsugæslustöð og panta tíma í fyrsta viðtal og skoðun. ​
  • Fyrsti tíminn er gjarnan fyrir 12 vikna meðgöngu.​
  • Hver kona fer að meðaltali 7-10 sinnum í mæðraskoðun á meðan á meðgöngu stendur. ​
  • Á milli skoðana er hægt að fá símaráðgjöf hjá ljósmóður. ​
  • Í hverri komu er rætt almennt um líðan og heilsufar og veitt ráðgjöf og fræðsla.​
  • Blóðþrýstingur er mældur og athugað hvort prótein er í þvagi.​
  • Hlustað er eftir hjartslætti fóstursins frá 16 vikna skoðun. ​
  • Boðið er upp á skimanir, t.d. er skimað fyrir blóðleysi, lifrarbólgu B og C, HIV og rauðum hundum. ​
  • Í eðlilegri meðgöngu er boðið upp á tvær sónarskoðanir, á 12 og 20 viku meðgöngu hjá fósturgreiningardeild Landspítalans. ​
  • Flest börn fæðast á sjúkrahúsum á Íslandi og ekki þarf að greiða gjald fyrir fæðingarþjónustu á sjúkrahúsi. ​
  • Heimafæðingar tíðkast þó einnig og er þá ljósmóðir viðstödd. ​
  • Ef að fæðing er eðlileg og móður og barni heilsast vel fara þau oftast heim sama dag eða daginn eftir. ​
  • Eftir heimkomu kemur ljósmóðir í heimsókn þar sem hún vigtar barnið, aðstoðar við brjóstagjöf og fylgist með líðan móður og barns. ​
  • Alls eru þetta 6-7 heimsóknir og hægt er að hafa samband í síma ef vandamál koma upp á milli heimsókna. ​
  • Þegar barnið er 5-7 daga gamalt fer barnið í skoðun hjá barnalækni. Heyrnarmæling er einnig gerð. Skoðunin fer fram á jarðhæð Barnaspítala Hringsins fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu. ​

Ung- og smábarnavernd

  • Ung- og smábarnavernd fer fram á heilsugæslustöðvum. ​
  • Hún stendur öllum foreldrum til boða og er gjaldfrjáls.​
  • Þegar barn er 6 vikna fer það í læknisskoðun. Við 3ja mánaða aldur hefjast bólusetningar. ​
  • Hjúkrunarfræðingar og læknar sjá um ung- og smábarnavernd. ​
  • Markmiðið með verndinni er að fylgjast með heilsufari og þroska barna frá fæðingu til skólaaldurs og veita foreldrum fræðslu og ráðgjöf. ​
  • Á www.heilsuvera.is er mikið af efni um þroska, heilsu og umönnun barna. ​

 Bólusetningar

 Þungunarrof

  • Á Íslandi eru lög sem heimila þungunarrof fram að lokum 22. viku. Ef kona óskar þess á hún rétt á þungunarrofi. ​
  • Þungunarrof skal alltaf framkvæma eins fljótt og hægt er, helst fyrir lok 12. viku þungunar. ​
  • Þungunarrof er gert á sjúkrastofnunum, oftast á kvennadeild Landspítalans.​
  • Þungunarrof er hægt að framkvæma á tvo vegu; með lyfjum eða aðgerð. ​
    • Ferill ef að kona/par íhugar að enda þungun: ​
    • Staðfesta þungun með þungunarprófi.​
    • Hringja í símsvara kvennadeildar í síma 543 3600 og leggja inn skilaboð og taka fram nafn, kennitölu og símanúmer.​
    • Hringt er til baka frá kvennadeildinni innan 48 klst. ​
    • Einnig er hægt að leita til heilsugæslu til að fá aðstoð við að óska eftir þungunarrofi. ​
    • Ákvörðun um þungunarrof er ekki auðveld. Félagsráðgjafar hjá kvennadeild Landspítalans styðja konu/par í sínu ákvörðunarferli (en taka ekki ákvörðun fyrir hana/það). ​
    • Allir eru velkomnir í samtal við félagsráðgjafa og það þarf ekki að greiða fyrir viðtalið. ​

    www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/kvenlaekningadeild-bradamottaka-og-gongudeild

 Getnaðarvarnir

  • Getnaðarvörnum sem fást á Íslandi má skipta í þrjá flokka:​
    • Hormónalyf (pilla, hringur, stafur (settur undir húð í handlegg), plástur, sprauta og hormónalykkja).​
    • Án hormóna (smokkur, koparlykkja og hetta).​
    • Ófrjósemisaðgerðir.​
  • Ráðgjöf um getnaðarvarnir má fá hjá heimilislæknum, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og kvensjúkdómalæknum. Slík viðtöl eru trúnaðarmál. ​
  • Læknar, auk hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra (sem hafa sérstakt leyfi) geta skrifað lyfseðla fyrir getnaðarvarnir. ​

 Neyðarpillan

  • Ef að getnaðarvarnir hafa ekki verið notaðar eða hafa brugðist má koma í veg fyrir egglos eða að frjóvgað egg festist í leginu með neyðarpillunni. ​
  • Neyðarpilluna þarf að taka innan 72 klst frá samförum (því fyrr því öruggara). ​
  • Neyðarpilluna er hægt að kaupa í apóteki án lyfseðils. ​
  • Þetta er tafla sem er gleypt. ​
Má bæta efnið á síðunni?