Fara í efni

Saga, landafræði og lífsstíll

Saga Íslands – nokkur atriði Landnám Íslands  

  • Landnám Íslands varð þegar fólk fór að flytja til Íslands til að búa hér. Þá var ekkert fólk, engir bæir og næstum engin dýr á Íslandi. ​
  • Þekktasti landnámsmaðurinn er Ingólfur Arnarson sem nam land í Reykjavík í kringum árið 870. ​
  • Á landnámsöld (870-930) sigldu þúsundir manna, einkum frá Noregi, til Íslands. Með í för voru eiginkonur og þrælar, sumir frá Írlandi og Bretlandseyjum. ​
  • Landnámsfólkið flutti með sér búfénað, verkfæri og áhöld. ​
  • Landnámsmennirnir eru oft kallaðir víkingar. ​
  • Víkingar á Norðurlöndum og Bretlandseyjum fóru á skipum til annarra landa og rændu þorp og bæi – og fólki. ​
  • Víkingarnir á Íslandi voru fyrst og fremst bændur. En börðust þó innbyrðis um heiður og völd. ​
  • Eignamiklir bændur sem áttu stórt land urðu höfðingjar með bændur sem fylgismenn sína.

Alþingi

  • Alþingi Íslendinga er elsta starfandi þing í heimi. www.althingi.is
  • Það var stofnað árið 930 á Þingvöllum og starfaði til ársins 1799.​
  • Alþingi var endurreist í Reykjavík árið 1844 og starfar í alþingishúsinu við Austurvöll. ​
  • Á alþingi sitja 63 þingmenn. Þeir sitja á þingi fyrir hönd stjórnmálaflokka. Þjóðin kýs stjórnmálaflokka í leynilegri kosningu.​
  • Kosningar til alþingis eru á 4 ára fresti. ​
  • Í kjölfar kosninga er mynduð ríkisstjórn sem skipar ráðherra.

Kosningaréttur og forseti Íslands

  • Árið 1915 fékk hluti kvenna kosningarétt á Íslandi. ​
  • Árið 1920 fengu allir 25 ára og eldri kosningarétt. Aldurinn var lækkaður smám saman. ​
  • Núna miðast kosningaréttur við 18 ára aldur. ​
  • Forseti landsins er kosinn á fjögurra ára fresti. ​
  • Forseti Íslands heitir Guðni Th. Jóhannesson​
  • Fyrsta konan í heiminum sem var kosin í lýðræðislegum kosningum til forseta var Vigdís Finnbogadóttir árið 1980. Hún var forseti í 16 ár. ​
  • www.forseti.is

Sjálfstæði Íslands

  • Ísland missti sjálfstæði sitt árið 1262 til Noregs og varð síðar nýlenda Danmerkur.​
  • Þekktasta sjálfstæðishetja Íslendinga er Jón Sigurðsson. Þjóðhátíðardagur Íslands er afmælisdagur hans, 17. júní. ​
  • Ísland varð fullvalda ríki 1. desember 1918.​
  • Lýðveldið Ísland var stofnað 17. júní 1944. ​
  • Ísland fékk sjálfstæði án stríðsátaka.

Trúarlíf Íslendinga

  • Ásatrú: Í upphafi byggðar á Íslandi var fólk heiðið, eins og meirihluti norræns fólks á þeim tíma. Í ásatrú er trúað á goð, ásynjur og ýmsa vætti. Fórnir voru færðar goðunum og hátíðir (blót) haldnar þeim til heiðurs. ​
  • Kristni: Íslendingar tóku upp kristna trú árið 1000 og gekk það friðsamlega fyrir sig. ​
  • Kaþólska kirkjan réði ríkjum í Evrópu fram að siðaskiptum árið 1550. Á Íslandi urðu slík siðaskipti og þjóðkirkja Íslands byggir á lúthersk-evangelískum sið.

Atvinnulíf

  • Ísland var bændasamfélag fram undir árið 1900.​
  • Allt var nýtt af kindum sem hægt var, bæði til matar og ullin spunnin í band. ​
  • Fiskveiðar voru stundaðar á opnum árabátum. ​
  • Þegar vélar komu í báta og togarar komu til landsins jukust fiskveiðar og sjávarútvegur varð stór atvinnugrein.​

Húsnæði

  • Torfbæir voru helsti húsakostur Íslendinga frá 9. fram á 19. öld. ​
  • Þeir voru byggðir úr torfi og grjóti. Þeir voru ekki sterkbyggðir en héldu vel hita. En þar var dimmt og oft mikill reykur inni. ​
  • Á kvöldin sat heimilisfólkið saman á baðstofuloftinu og vann við handavinnu og fleira smálegt, kvað vísur og sagði sögur. ​
  • Eftir seinni heimsstyrjöldina (eftir 1945) var byggt mikið af litlum fjölbýlishúsum í Reykjavík og upp úr 1970 hófst bygging stórra fjölbýlishúsa í Breiðholti.

Seinni heimsstyrjöldin

  • Seinni heimsstyrjöldin stóð frá 1939 til 1945 og hafði gríðarleg áhrif í heiminum, einnig á Íslandi.​
  • Ísland lýsti yfir hlutleysi en var hernumið af Bretum og síðar Bandaríkjamönnum. Tugþúsundir hermanna voru á landinu.​
  • Mikill fjöldi fólks flutti frá landsbyggðinni til Reykjavíkur og vann störf sem tengdust þjónustu við herinn. ​
  • Eftir að stríðinu lauk fékk Ísland Marshall aðstoð frá Bandaríkjunum og notaði peningana m.a. til að byggja félagslegt húsnæði. ​
  • Ísland var eitt af stofnríkjum NATO árið 1949. ​

Ísland nútímans

  • Á Íslandi er fjölbreytt atvinnulíf en sjávarútvegur, álframleiðsla og ferðamannaiðnaður skipta miklu máli fyrir efnahag landsins. ​
  • Bændur framleiða kjöt og grænmeti. Iðnaður og framleiðsla er margskonar. ​
  • Framleiðslufyrirtæki á sviði hátækni starfa á landinu. ​
  • Menntunarstig er frekar hátt á Íslandi og flestir fara í framhaldsskóla. Fleiri konur en karlar stunda nám á háskólastigi. ​
  • Verkalýðsbarátta var hörð í byrjun 20. aldar og þurfti almenningur að berjast fyrir réttindum eins og veikindarétti, lágmarkshvíldartíma, hámarksvinnutíma, fæðingarorlofi og atvinnuleysisbótum. ​
  • Kvennabarátta er hluti af réttindabaráttu á Íslandi. Konur hafa barist fyrir kosningarétti, launajafnrétti og kynjajafnrétti á öllum sviðum. Kvennaframboð bauð fram til alþingis og sat á þingi.​
  • Barátta samkynhneigðra fyrir réttindum til jafns við aðra tók áratugi.

Myndband

Má bæta efnið á síðunni?