Fara í efni

Samræmd móttaka flóttafólks

  • Flóttafólk, sem hefur fengið alþjóðlega vernd hér á landi, hvort sem það hefur komið hingað á eigin vegum eða í boði stjórnvalda, fær samræmda þjónustu. ​
  • Þjónustan felur í sér íslenskukennslu og samfélagsfræðslu auk aðstoðar við atvinnuleit og aðra virkni, svo sem nám, atvinnu með stuðningi og starfsþjálfun.​
  • Félagsþjónusta viðkomandi bæjarfélags, Vinnumálastofnun og Rauði krossinn á Íslandi eru m.a. þeir aðilar sem sjá um þjónustu við flóttafólk
  • Rauði krossinn veitir einnig flóttafólki almennar leiðbeiningar, fræðslu og ráðgjöf og vísar því á úrræði sem standa þeim til boða. ​

www.raudikrossinn.is

Réttur til túlkaþjónustu

  • Innflytjendur þurfa oft að nota túlka.​
  • Þeir eiga rétt á að nota túlk í heilbrigðisþjónustu, í samskiptum við lögreglu og fyrir dómi.​
  • Viðkomandi stofnun greiðir þá fyrir túlkinn. ​
  • En þú þarft sjálf/ur að biðja um túlk með fyrirvara. Ekki vera feimin/n að segjast þurfa túlk. Það er þinn réttur. ​
  • Aðrar stofnanir nota líka oft túlka, t.d. skólar og þjónustumiðstöðvar.

Bankar

  • Banki er fyrirtæki sem sinnir aðallega útborgunum, lánum og ávöxtun á fé. ​
  • Þeir sem eru yngri en 18 ára mega ekki taka lán í banka en mega eiga bankareikning (með leyfi forráðamanna) og leggja inn peninga (safna) og millifæra (taka út) peninga. ​
  • Forráðamenn eru oftast foreldrar barns. ​
  • Bankar bjóða upp á fjölbreytta þjónustu:​
    • Bankareikninga.​
    • Debet- og kreditkort.​
    • Bankaþjónustu í gegnum netið og gegnum síma.

Bankareikningur

  • Allir verða að eiga bankareikning til að sinna persónulegum fjármálum sínum. ​
  • Best er að hafa opinn reikning sem er hægt að taka út af þegar það þarf. ​
  • Margir stofna líka sérstaka sparireikninga. ​
  • Bankareikningur er nauðsynlegur til að geta:​
  • Fengið greidd laun eða bætur.​
  • Fengið millifærslur frá einstaklingum, innanlands eða frá útlöndum. ​
  • Tekið út peninga, greitt reikninga eða millifært rafrænt á aðra reikninga.
  • Þegar einstaklingur hefur fengið dvalarleyfi og skráð sig í Þjóðskrá Íslands (www.skra.is) – og fengið íslenska kennitölu – getur hann/hún sótt um að stofna bankareikning. ​
  • Bankinn athugar hvort persónulegar upplýsingar (t.d. nafn, kennitala, símanúmer, netfang) séu réttar hjá öllum viðskiptavinum sínum. ​
  • Bankar athuga líka hvaðan peningarnir koma sem einstaklingar fá á reikning sinn og hvernig maður ætlar að nota peningana. ​
  • Þetta er í formi spurningalista sem allir þurfa að svara (merkja við svör) þegar þeir stofna bankareikning. ​
  • Á Íslandi nota flestir rafrænan greiðslumáta; kort eða greiðslur með síma.

 

Má bæta efnið á síðunni?